|
Verslunarmannahelgin
Sú helgi byrjaði vel hjá mér. Við Gústi og Adreane (Quebec-búi sem er hér sem au per) fórum á I, robot. Ég var ekki fyrir vonbrigðum enda vissi ég ekki hverju ég átti að búast við. Ég hef hvorki heyrt neitt um þessa mynd né lesið söguna sem hún er víst byggð á.
Eftir bíóið fórum við í mjög sérstakt partý. Samba de amigo-partý. Samba de amigo er dreamcast leikur þar sem keppendur eiga að dansa eins og þeir eigi lífið að leysa og hrista maracas.
Kvöldið eftir (eftir sundferð og ýmislegt skemmtilegt) ætluðum við Gústi að sjá Stuðmenn í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Við mættum á staðinn um hálf níu, en stuðið byrjaði kl. níu. Við ákváðum að setjast niður á kaffihúsinu í grasagarðinum. En þegar við komum út úr garðinum sáum við röð... við ákváðum að ganga að endanum til að sjá hvert hún náði. Hún náði næstum því að Laugardalshöllinni!!!! Við stilltum okkur upp aftast og sáum að hún hreyfðist frekar hratt. Stuttu síðar mætti Bergur frændi (sem er samt hvorki skyldur mér né Gústa) og kærastan hans, Lilja. Þau búa á Sunnubraut og sögðu að við gætum allt eins setið þar og sötrað bjór, við myndum alveg heyra jafn mikið. Þannig að við gengum framhjá fjölskyldugarðinum og sáum að allir sem voru í bænum virtust vera þarna. Mér datt ekki í hug að það væru svona margir í bænum um verslunarmannahelgina!!! Við fórum semsagt upp á svalir hjá Bergi og Lilju, sötrðuðum bjór, átum rabarbara og hlustuðum á stuðmenn og Long John Baldry. Í gær vöknuðum við seint og Gústi fór eitthvað að dútla við tiknimyndina í vinnunni. Ég skellti mér bara í sund með Erik og Alex, pabba hans. Eftir að hafa borðað kvöldmat hjá pabba leigðum við Solveig vídjó og dvd og gláptum til eitt. Þá var Gústi ekki búinn að vinna á Hereford (þar sem hann er hættur, en alltaf beðinn um að vinna því hann er besti uppvaskari í HEIMI) þannig að e´g fór bara heim... aaaalein :(
skrifað af Runa Vala
kl: 16:40
|
|
|